1. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 78 orð

Alþjóðleg ljósmyndasýning

ALÞJÓÐLEG ljósmyndasýning frá Ítalíu stendur yfir í anddyri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða við Skúlagötu 21. Sýningin heitir „Europe from women's point of view“ og eru myndirnar teknar í tilefni af ári jafnra tækifæra á Ítalíu 2007.
ALÞJÓÐLEG ljósmyndasýning frá Ítalíu stendur yfir í anddyri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða við Skúlagötu 21. Sýningin heitir „Europe from women's point of view“ og eru myndirnar teknar í tilefni af ári jafnra tækifæra á Ítalíu 2007.

Myndirnar á sýningunni eru afrakstur samkeppni sem haldin var um alla Ítalíu árið 2007 og eru teknar af áhugaljósmyndurum frá Ítalíu, Serbíu og Póllandi.

Sýningin er opin virka daga kl. 8.30-16 og stendur til 4. apríl.

Lesa má um sýninguna á http://web.mac.com/antonia.emiliano/Sito/English.html.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.