— Reuters
UM ÞESSAR mundir fer fram alþjóðlegt mót í fílapólói í borginni Chiang Rai í Taílandi. Mikla lagni þarf til þess að ná pínulitlum boltanum með langri kylfu ofan af fílsbaki.

UM ÞESSAR mundir fer fram alþjóðlegt mót í fílapólói í borginni Chiang Rai í Taílandi. Mikla lagni þarf til þess að ná pínulitlum boltanum með langri kylfu ofan af fílsbaki.

Tólf lið sem samanstanda af leikmönnum frá fimmtán löndum og öllum byggðum heimsálfum taka þátt og þarf 28 fíla til þess að leikar geti farið fram. Mótið hefst fyrir alvöru í dag en á opnunar hátíðinni í gær var efnt til keppni á milli tveggja svokallaðra stjörnuliða sem skipuð voru bestu leikmönnum mótsins. Tveir leikmenn sitja sama fíl, annar hefur stjórn á fílnum en hinn mundar kylfuna.