Það lítur út fyrir að framtíðarbíllinn Aptera muni fljótlega líta dagsins ljós en Aptera er loftaflsfræðilegur tvinnbíll. Framleiðslufyrirtækið er nú tilbúið að hefja framleiðslu eftir að hafa safnað fé til verksins.

Það lítur út fyrir að framtíðarbíllinn Aptera muni fljótlega líta dagsins ljós en Aptera er loftaflsfræðilegur tvinnbíll. Framleiðslufyrirtækið er nú tilbúið að hefja framleiðslu eftir að hafa safnað fé til verksins. Markmiðið var að fyrsti viðskiptavinurinn fengi Aptera Typ-1 á árinu 2008 og allar líkur eru á að það takist. Aptera er bíll sem breytir hugmyndinni um fólksbíl þar sem við smíði hans er notuð tækni sem oftar er tengd við flugvélar en bíla. Það má líka segja að Aptera líkist flugvél frekar en bíl en hönnuðurinn, Jason Hill, á heiðurinn af bílum á borð við Porsche the Carrera GT og Smart car.

svanhvit@24stundir.is