Tuttugu og sjö náttúruvísindamenn frá Íslandi, Noregi, Finnlandi og Dammörku hafa ritað UNESCO bréf, þar sem tekið er undir með Pétri M.

Tuttugu og sjö náttúruvísindamenn frá Íslandi, Noregi, Finnlandi og Dammörku hafa ritað UNESCO bréf, þar sem tekið er undir með Pétri M. Jónassyni um að fyrirhugaðar breytingar á Gjábakkavegi á milli Laugarvatns og Þingvallavatns geti haft umhverfisspillandi áhrif fyrir þjóðgarðinn.

Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, skrifar undir bréfið fyrir hönd vísindamannanna. Í bréfinu er meðal annars bent á að verði af fyrirhuguðum breytingum megi gera ráð fyrir að umferð um þjóðgarðinn aukist töluvert, með tilheyrandi niturmengun í Þingvallavatni sem gæti haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir lífríki þess.

hlynur@24stundir.is