Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Brunavarnir Suðurnesja til að greiða ekkju slökkviliðsmanns tæpar 5,8 milljónir króna í bætur vegna andláts mannsins árið 2005.
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Brunavarnir Suðurnesja til að greiða ekkju slökkviliðsmanns tæpar 5,8 milljónir króna í bætur vegna andláts mannsins árið 2005.

Slökkviliðsmaðurinn þjáðist af háum blóðþrýstingi en hann lést vegna rofs á ósæð sem leiddi til blæðinga inn í gollurshús. Maðurinn var aðalvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja og segir dómurinn, að sannað sé að til þess að gegna starfi sínu áfram hafi hann orðið að halda þoli og þreki í horfi með líkamsrækt.

Samkvæmt matsgerð valdi slík áreynsla hækkun á blóðþrýstingi sem var hættuleg heilsu mannsins eins og á stóð.

mbl.is