1. apríl 2008 | 24 stundir | 91 orð | 1 mynd

Ekkja slökkviliðsmanns fær bætur

Áreynsla hættuleg heilsu mannsins

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Brunavarnir Suðurnesja til að greiða ekkju slökkviliðsmanns tæpar 5,8 milljónir króna í bætur vegna andláts mannsins árið 2005.
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Brunavarnir Suðurnesja til að greiða ekkju slökkviliðsmanns tæpar 5,8 milljónir króna í bætur vegna andláts mannsins árið 2005.

Slökkviliðsmaðurinn þjáðist af háum blóðþrýstingi en hann lést vegna rofs á ósæð sem leiddi til blæðinga inn í gollurshús. Maðurinn var aðalvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja og segir dómurinn, að sannað sé að til þess að gegna starfi sínu áfram hafi hann orðið að halda þoli og þreki í horfi með líkamsrækt.

Samkvæmt matsgerð valdi slík áreynsla hækkun á blóðþrýstingi sem var hættuleg heilsu mannsins eins og á stóð.

mbl.is

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.