Mikið var um dýrðir á alþjóðlegu bílasýningunni í New York sem fram fór dagana 21. til 30. mars. Meðal tegunda sem voru frumsýndar voru nýir dísilsmájeppar árgerð 2009, nýr Nissan Maxima, nokkrar nýjungar frá Pontiac og V-6 útgáfa af Dodge Challenger.
Mikið var um dýrðir á alþjóðlegu bílasýningunni í New York sem fram fór dagana 21. til 30. mars. Meðal tegunda sem voru frumsýndar voru nýir dísil-

smájeppar árgerð 2009, nýr Nissan Maxima, nokkrar nýjungar frá Pontiac og V-6 útgáfa af Dodge Challenger. Sýningin var haldin í skugga erfiðra aðstæðna í bandarísku efnahagslífi. Var meðal annars haft á orði að bílaframleiðendur héldu í vonina um að bandarískur almenningur sleppti fram af sér beislinu og freistaðist til þess að kaupa sér dýra bíla og ætti ennþá bílskúra fyrir þá.

Ljóst er að Bandaríkjamenn hafa haldið að sér höndum það sem af er þessu ári og líklegt er að þegar upp er staðið verði sú upphæð sem þeir verja í bílakaup meira en milljón dollurum lægri á árinu 2008 en undanfarin ár. Og þrátt fyrir glæsilega umgjörð og fjölda áhugasamra gesta á sýningunni þóttust gestir, sem höfðu heimsótt sýninguna undanfarin ár, merkja ládeyðu þetta árið. Athygli vakti til dæmis að hvorki Ford né Toyota höfðu fyrir því að halda sína árlegu blaðamannafundi til að kynna nýjar tegundir og tækni.

Forsetakosningar verða haldnar í Bandaríkjunum síðar á árinu og fulltrúar Mercedes-Benz á bílasýningunni notuðu því tækifærið og dreifðu bláum, rauðum og hvítum blöðrum í kringum sig og héldu á áróðursskiltum sem á stóð: Kjósið BlueTec.