Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Jón Árni Vignisson, bóndi í Skálmholti og landeigandi við Þjórsá, sakar sveitarstjórn Flóahrepps um sinnaskipti varðandi Urriðafossvirkjun gegn greiðslu frá Landsvirkjun.
Eftir Ægi Þór Eysteinsson

aegir@24stundir.is

Jón Árni Vignisson, bóndi í Skálmholti og landeigandi við Þjórsá, sakar sveitarstjórn Flóahrepps um sinnaskipti varðandi Urriðafossvirkjun gegn greiðslu frá Landsvirkjun.

„Sveitarstjórn Flóahrepps var andvíg Urriðafossvirkjun og langflestir íbúar sveitarfélagsins studdu stjórnina í sinni afstöðu á fjölmennum kynningarfundi sem haldinn var fyrir íbúana í lok júní. Svo fréttum við skyndilega mánuði síðar að sveitarstjórnin hefði skipt um skoðun og þegar menn fóru að athuga málið kom í ljós að það var búið að bera fé á sveitarstjórnina,“ segir Jón Árni.

Sveitarfélagið seldi fossinn

Samkvæmt umræddu samkomulagi Landsvirkjunar og sveitarstjórnar Flóahrepps frá því í lok júlí, vegna breytinga sveitarfélagsins á aðalskipulagi vegna Urriðafossvirkjuna r, segir að Landsvirkjun muni í staðinn m.a. leggja fram fjörutíu milljónir króna eingreiðslu til sveitarfélagsins. En þar að auki ætlar Landsvirkjun að leggja vegi, afla vatns og bæta farsímasamband.

„Þeir sem sagt seldu Urriðafoss og skipulag sveitarfélagsins fyrir skitnar fjörutíu milljónir króna og þar með möguleika mína sem íbúi að hafa áhrif á mótun skipulagsins,“ segir Jón Árni.

Ókláruð skýrsla kynnt íbúum

Þann 18. október síðastliðinn var íbúum Flóahrepps kynnt niðurstaða hættumats vegna Urriðafossvirkjunar. Jón Árni segir að þrátt fyrir að rúmir fimm mánuðir séu liðnir frá því að hættumatið var kynnt, liggi áhættumatsskýrsla ekki enn fyrir. Hann gagnrýnir vinnubrögð við gerð skýrslunnar.

„Okkur voru kynn tar niðurstöður úr skýrslu sem ekki er til, enda var fátt um sv ör þegar við spurðum út í einstaka þætti hennar. Núna gæta skýrsluhöfundar þess að hún passi við niðurstöðurnar, en þeir eru þeir sömu og hönnuðu virk junina sem er auðvitað fáránlegt.“

Í hnotskurn
Samkvæmt samkomulagi sveitarstjórnar Flóahrepps og Landsvirkjunar mun Landsvirkjun m.a. beita sér sér fyrir og kosta endurbætur á GSM-símakerfinu í Flóanum. Þá mun Landsvirkjun koma upp aðstöðu fyrir ferðamenn þar sem þeir geta kynnt sér virkjunina.