FIMMTI úrslitaleikur Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla, verður á Akureyri í kvöld samkvæmt því sem næst varð komist í gærkvöldi. Staðan er 2:2 og því um hreinan útslitaleik að ræða.
FIMMTI úrslitaleikur Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla, verður á Akureyri í kvöld samkvæmt því sem næst varð komist í gærkvöldi.

Staðan er 2:2 og því um hreinan útslitaleik að ræða. Raunar kærðu Akureyringar lið SR fyrir að nota ólöglegan leikmann í fyrsta leiknum, sem SR vann 9:6 á Akureyri. Dómstóll ÍSÍ úrskurðaði SA sigur og samkvæmt því ættu Akureyringar að vera orðnir meistarar. En SR hefur áfrýjað úrskurðinum og þar til niðurstaða hefur fengist hjá áfrýjunardómastólnum standa liðin jöfn, 2:2 og því hreinn úrslitaleikur klukkan 18 í kvöld á Akureyri.