1. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Fyrirlestur í New York

Mexíkó Í opinberri heimsókn forseta til Mexíkó nýlega lýsti forseti Mexíkó, Felipe Calderón, yfir eindregnum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ.
Mexíkó Í opinberri heimsókn forseta til Mexíkó nýlega lýsti forseti Mexíkó, Felipe Calderón, yfir eindregnum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ.
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur á morgun, þriðjudaginn 1. apríl, fyrirlestur um loftslagsbreytingar og nýjar öryggisógnir á vegum Carnegie Council í New York.
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur á morgun, þriðjudaginn 1. apríl, fyrirlestur um loftslagsbreytingar og nýjar öryggisógnir á vegum Carnegie Council í New York. Forseti mun einnig eiga fundi með fjölmörgum sendiherrum hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem fjallað verður um framboð Íslands til Öryggisráðsins að því er fram kemur í frétt frá forsetaskrifstofunni.

Fyrirlesturinn hefst á morgun kl. 12 að íslenskum tíma og að honum loknum mun forseti svara fyrirspurnum, en fyrirlestrinum verður útvarpað og tenging á útsendinguna á heimasíðu forsetaembættisins, forseti.is.

Forseti Íslands mun einnig á morgun og miðvikudaginn 2. apríl eiga fundi með sendiherrum ríkja í Suður-Ameríku og með sendiherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá SÞ. Á fundunum verður fjallað um framboð ið til Öryggisráðsins.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.