Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Glitni fyrir 21.288 milljónir króna. Mesta hækkunin var á bréfum í Kaupþingi eða um 5,38%. Bréf í ICEQ hækkuðu um 1,93% og bréf í Exista um 1,76%.
Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Glitni fyrir 21.288 milljónir króna.

Mesta hækkunin var á bréfum í Kaupþingi eða um 5,38%. Bréf í ICEQ hækkuðu um 1,93% og bréf í Exista um 1,76%.

Mest lækkun var á bréfum í Icelandic Group, 10,95% í Eimskipum um 5,89% og bréf í Century Aluminium um 2,92%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,47% og stóð í 5.050,74 stigum í lok dags.

Íslenska krónan styrktist um 2,84% í gær.

Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,047%. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 0,2% og þýska DAX-vísitalan lækkaði um 0,4%.