1. apríl 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Frumkvöðlar framtíðarinnar

18 viðskiptaáætlanir eru komnar í undanúrslit í Frumkvöðlakeppni Innovit 2008 en keppnin er ætluð íslenskum háskólanemendum og nýútskrifuðum.
18 viðskiptaáætlanir eru komnar í undanúrslit í Frumkvöðlakeppni Innovit 2008 en keppnin er ætluð íslenskum háskólanemendum og nýútskrifuðum. Rýnihópur sérfræðinga úr íslensku viðskiptalífi og háskólum fer yfir áætlanirnar og allt að tíu áætlanir komast síðan í úrslitaáfanga keppninnar. Úrslitin fara fram 12. apríl og hljóta sigurvegararnir að launum verðlaunagripinn Gulleggið 2008 og 1,5 milljónir í verðlaunafé.

Yfir 100 hugmyndir bárust í fyrsta áfanga Frumkvöðlakeppninnar sem er haldin í fyrsta sinn.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.