1. apríl 2008 | 24 stundir | 257 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
U mræður um efnahagsmál á Alþingi snerust í gær upp í leitina að Soffíu frænku. Guðni Ágústsson hélt landsföðurlega ræðu um efnahaginn og hvatti til stóriðjuframkvæmda og að þeim yrði jafnvel flýtt. Steingrími J.
U mræður um efnahagsmál á Alþingi snerust í gær upp í leitina að Soffíu frænku. Guðni Ágústsson hélt landsföðurlega ræðu um efnahaginn og hvatti til stóriðjuframkvæmda og að þeim yrði jafnvel flýtt. Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG, leist stórilla jafnt á bjargráð Guðna sem ríkisstjórnina.

Utanríkisráðherra komu í hug heimsbókmenntirnar undir umræðunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir dvaldi við Kardemommubæ Torbjörns Egners. Hún sá nýja Soffíu frænku í karlinum úr Þistilfirði.

„Undir reiðilestri Steingríms J. datt mér í hug Kardemommubærinn og efasemdir ræningjanna um hvort ræna skyldi Soffíu frænku, því hún væri alltaf svo reið,“ sagði Ingibjörg Sólrún og benti á að úr því hefði þó orðið, enda hafi Soffía frænka haft trúverðugleika í tiltektinni. Því væri öfugt farið með Steingrím J. og því hefði hann ekki verið sóttur til verka vegna tiltektar í efnahagsstjórn landsins.

G uðni brást við Steingrími til varnar og kvaðst kunni því illa að hann væri kallaður Soffía frænka Alþingis. Sú nafnbót ætti betur við forsætisráðherrann sem alltaf svæfi. Ræningjarnir þrír gætu því farið með hann og ríkisstjórnina hvert sem er.

F l eiri flytja reiðilestra. Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, sló hvergi af þegar fræg grein um ritstjóra hennar í tímaritinu Herðubreið var rædd í Silfri Egils. Greinina kallaði hún óhróður, sleggjudóma, óþverra, djöfulsins slúður og ómerkilegheit og þá sem skrifuðu hana hælbíta og minnimáttarkenndarræfla. Hallur Magnússon, sem kynntur var sem ráðgjafi þáttarins í húsnæðismálum, kallaði Agnesi drottningu íslenskra fréttaskýringa, en hún svaraði: „Haltu þig bara við húsnæðið.“ Agli Helgasyni virtist brugðið og sleit fljótlega þættinum. „Þetta er búið.“ beva@24stundir.is

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.