HREIÐAR Guðmundsson og félagar hans hjá sænska liðinu Sävehof, komust í gær í undanúrslit í úrslitakeppni sænsku deildarinnar. Liðið lagði Lindesberg 29:23 í gærkvöldi og hafði því nokkra yfirburði í rimmunni, sigraði 3-0.
HREIÐAR Guðmundsson og félagar hans hjá sænska liðinu Sävehof, komust í gær í undanúrslit í úrslitakeppni sænsku deildarinnar. Liðið lagði Lindesberg 29:23 í gærkvöldi og hafði því nokkra yfirburði í rimmunni, sigraði 3-0.

Hreiðar átti stórleik í marki Sävehof í gærkvöldi samkvæmt sænskum fjölmiðlum. Hann mun hafa varið helming þeirra skota sem komu á mark hans í síðari hálfleiknum, en Hreiðar kom í markið í upphafi síðari hálfleiks.

Hreiðar og félagar fá nú nokkra daga til að hvílast því Hammarby, sem varð deildarmeistari, virðist í miklum vandræðum með Guif, liðið sem Krisján Andrésson þjálfar. Hammarby vann nauman sigur í fyrsta leiknum, 25:24 en dæmið snérist við í næsta leik þegar Guif hafði betur, 25:24. Þrjá sigra þarf til að komast áfram og í kvöld mætast liðin þriðja sinni.

H43 er 2:1 yfir gegn Alingsås og hjá Ystad og Redbergslid er 1:1.