Nú þegar hefur framleiðslu á hinni svokölluðu Superleggera-tegund af Gallardo verið hætt, en hún var kynnt til sögunnar árið 2007. Var bifreiðin kynnt á bílasýningu í Genf og sett fram sem samkeppnisaðili Ferrari 430 Scuderia.
Nú þegar hefur framleiðslu á hinni svokölluðu Superleggera-tegund af Gallardo verið hætt, en hún var kynnt til sögunnar árið 2007. Var bifreiðin kynnt á bílasýningu í Genf og sett fram sem samkeppnisaðili Ferrari 430 Scuderia. Superleggera er um 70 kg léttari en hinn upprunalegi Gallardo, en það má þakka því að notað var mun léttara efni í framleiðslu innviða bílsins svo og títaníum í hluta dekkjabúnaðarins.

Vinsælasti bíllinn

Hinn upprunalegi Gallardo er mest framleiddi bíll Lamborghini-fyrirtækisins fram til þessa, en 5.000 eintök af honum voru byggð fyrstu þrjú ár framleiðslunnar. Bíllinn er nefndur eftir frægri tegund nauta sem notuð eru í nautaati. Superleggera varð þó ekki eins vinsæll og vonast hafði verið til en aðeins voru framleidd 172 prufueintök og verður bílnum nú skipt út fyrir nýjustu framleiðsluna LP560-4.

Ekki óvænt

Bílasérfræðingarnir úr Top Gear-sjónvarsþættinum segjast ekki vera svo undrandi yfir því að svo fór sem fór. Superleggera sé einfaldlega ekki jafn lipur og kraftmikill og arftakinn. Þó ættu bílasafnarar sem eiga einn slíkan að vera í góðum málum og þá sérstaklega þeir sem keyptu sér hvítan Superleggera. Aðeins 10 slíkir voru framleiddir á móti 34 gráum, 37 svörtum, 45 gulum og 46 appelsínugulum.