Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur

begga@mbl.is

FÍLHARMÓNÍUSVEITIN í New York, Fílharmóníusveitin í Vínarborg, Sinfóníuhljómsveit Lundúna, Orchestre de Paris og Sinfóníuhljómsveitin í Cleveland verða meðal þeirra úrvalshljómsveita sem staðfest er að leika muni í Tónlistarhúsinu við Reykjavíkurhöfn eftir vígslu þess 2010.

Danskur fiðluleikari fékk þá hugmynd að gaman væri að fá bestu hljómsveitir heims til Norðurlandanna og hún er nú orðin að veruleika. Sjö norræn og norður-þýsk tónlistarhús verða vettvangur þessarar risavöxnu tónleikaraðar, en meðal þeirra eru fjögur tónlistarhús sem enn eru í smíðum. Auk Tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavík eru það Tónlistarhúsið í Kaupmannahöfn, Músíkhöllin í Helsinki og Elbufílharmónían Hamborg. | 15