„Ég held það sé ekki lengur í orðaforða Kaupmannahafnarbúa að rífa gömlu kofana.
„Ég held það sé ekki lengur í orðaforða Kaupmannahafnarbúa að rífa gömlu kofana. Þeir eru það sem gefa þessari borg sjarma og líf,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur en hann segir ekkert til í því að ný hús séu byggð við Strikið í Kaupmannahöfn eins og haldið hefur verið fram í umræðum um uppbyggingu Laugavegarins.

„Til þess að vera alveg viss gekk ég allt Strikið og það eru örugglega enga slíkar að sjá,“ segir Guðjón en bætir við að hús séu hulin á meðan gert er við þau og líti þannig út eins og nýbyggingar. „Guðjón efast um að ný hús hafi verið reist í elstu hlutum borgarinnar í 40 ár. „Um miðja síðustu öld var gert allmikið rusk með hörmulegum árangri þegar nær öll hús við Borgergade og Adelgade voru rifin og stórhýsi reist í staðin. Þetta eru dauðustu göturnar í gömlu Kaupmannahöfn,“ segir hann.