1. apríl 2008 | 24 stundir | 145 orð | 1 mynd

Líf og sjarmi í kofunum

„Ég held það sé ekki lengur í orðaforða Kaupmannahafnarbúa að rífa gömlu kofana.
„Ég held það sé ekki lengur í orðaforða Kaupmannahafnarbúa að rífa gömlu kofana. Þeir eru það sem gefa þessari borg sjarma og líf,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur en hann segir ekkert til í því að ný hús séu byggð við Strikið í Kaupmannahöfn eins og haldið hefur verið fram í umræðum um uppbyggingu Laugavegarins.

„Til þess að vera alveg viss gekk ég allt Strikið og það eru örugglega enga slíkar að sjá,“ segir Guðjón en bætir við að hús séu hulin á meðan gert er við þau og líti þannig út eins og nýbyggingar. „Guðjón efast um að ný hús hafi verið reist í elstu hlutum borgarinnar í 40 ár. „Um miðja síðustu öld var gert allmikið rusk með hörmulegum árangri þegar nær öll hús við Borgergade og Adelgade voru rifin og stórhýsi reist í staðin. Þetta eru dauðustu göturnar í gömlu Kaupmannahöfn,“ segir hann.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.