ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur gefið út endurskoðaða áætlun um útgáfu íbúðabréfa á árinu, og samkvæmt henni á að gefa út 35-41 milljarða króna vegna nýrra útlána. Er það lækkun um 14-16 milljarða króna frá fyrri áætlun.

ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur gefið út endurskoðaða áætlun um útgáfu íbúðabréfa á árinu, og samkvæmt henni á að gefa út 35-41 milljarða króna vegna nýrra útlána. Er það lækkun um 14-16 milljarða króna frá fyrri áætlun.

Í tilkynningu til kauphallar áætlar ÍLS að ný útlán sjóðsins verði á bilinu 49-55 milljarðar króna á þessu ári, sem er lækkun um allt að 10 milljarða króna frá fyrri tölum. Þar af er gert ráð fyrir að leiguíbúðalán verði áfram á bilinu 14-15 milljarðar króna. Minnkandi umsvif á fasteignamarkaði eru sögð helsta ástæða fyrir minnkandi útgáfu íbúðabréfa. Verði breyting á markaðnum verði útgáfan endurskoðuð.