Vinkonurnar Katie Holmes og Victoria Beckham komust í blöðin í vikunni eftir að hafa borðað saman á veitingastað í Los Angeles og segjast menn nú vita af hverju þær séu eins horaðar og raun ber vitni.

Vinkonurnar Katie Holmes og Victoria Beckham komust í blöðin í vikunni eftir að hafa borðað saman á veitingastað í Los Angeles og segjast menn nú vita af hverju þær séu eins horaðar og raun ber vitni. Að sögn veitingamanna á staðnum deildu þær einum diski af grænu salati, án sósu, og litlu fiskstykki ásamt spínatræmu. Þessu skoluðu þær niður með hálfu glasi af kóki útþynntu með köldu vatni. hþ