[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
M enn hugsa stórt í Madrid, allavega hjá öðru af liðunum sem kennd eru við borgina. Samkvæmt innanbúðarmönnum er ætlunin að bæta tveimur framherjum við hjá Real Madrid á næstu leiktíð og þeir eru ekki af lakara taginu.

M enn hugsa stórt í Madrid, allavega hjá öðru af liðunum sem kennd eru við borgina. Samkvæmt innanbúðarmönnum er ætlunin að bæta tveimur framherjum við hjá Real Madrid á næstu leiktíð og þeir eru ekki af lakara taginu. Fái þeir ráðið verður framlína liðsins skipuð þeim Sergio Aguero og David Villa , sem óumdeilanlega eru meðal þeirra flottari í landinu. En punga þarf vel út fyrir báða og einhverjir munu taka pokann sinn til að það gangi eftir.

R óðurinn hjá Real er annars þungur orðinn og liðið hefur orðið að taka lán í fyrsta sinn frá aldamótum. Ástæðan er brotthvarf David Beckham sem seldi treyjur í massavís fyrir félagið. Gerðu áætlanir ráð fyrir að nýjar stjörnur gætu selt eitthvað upp í það sem Beckham gerði en það varð ekki og vantar tugi milljóna króna í kassann. Sjálfur opnaði Beckham markareikning sinn hjá LA Galaxy í fyrrakvöld.

B örsungar hafa náð samkomulagi við hinn stórkostlega Daniel Alves um að hann klæðist treyju liðsins næsta haust en Alves hefur alið manninn hjá Sevilla um nokkurt skeið enda liðið hafnað öllum tilboðum í hann hingað til.

Þ á gæti Jens Lehmann endað sem varaskeifa Gianluigi Buffon hjá Juventus eftir leiktíðina en þreifingar þess efnis hafa staðið yfir um hríð. Stjóri Arsenal, Arsene Wenger, er ekki mótfallinn slíku enda hefur hann misst mestalla trú á Þjóðverjanum sem ítrekað hefur gerst sekur um vafasama tilburði milli stanganna. Lehmann sjálfur vill þó gjarnan klára ferilinn með Bayern München.