„Ef öll hegningarlagabrot eru skoðuð árið 2007 sést að þetta er nánast sama tala og árið 2006, þótt einhverjar sveiflur séu á milli brotaflokka,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.

„Ef öll hegningarlagabrot eru skoðuð árið 2007 sést að þetta er nánast sama tala og árið 2006, þótt einhverjar sveiflur séu á milli brotaflokka,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.

„Við höfum sett okkur skýr markmið sem miða að því að fækka ofbeldisbrotum og öðrum brotum sem snerta öryggi fólks.

Við ákváðum því að kanna hvar flest afbrot væru framin, til að geta beint kröftum okkar þangað sem mest þörf væri þeim.

Á þessum grunni gripum við til aðgerða í miðborginni vegna þess mikla fjölda afbrota sem þar eru framin. Of snemmt er að meta hvort það hefur skilað árangri.“

Stefán vill þó ekki kalla það að átak hafi verið gert í þessum efnum. „Löggæsla er viðvarandi verkefni sem við sinnum í samræmi við þarfir hverju sinni.“

hos