EIGHT BELOW <strong>(Stöð 2 kl. 20.30) </strong>Þegar Disney er í fjölskyldustellingum er við hæfi að gefa heilasellunum frí, landfræðilegar staðreyndir, veðurfræði og aðrir slíkir smámunir eru algjört aukaatriði í þeim ævintýraheimi. Myndin er laus við allt sem heitir ofbeldi, sem gerist harla fátítt, jafnvel í fjölskyldumyndum. Á hinn bóginn útskýrir hún á sinn einfalda hátt þau sterku og bætandi bönd sem myndast á milli mannsins og besta vinar hans. ***½
EIGHT BELOW (Stöð 2 kl. 20.30) Þegar Disney er í fjölskyldustellingum er við hæfi að gefa heilasellunum frí, landfræðilegar staðreyndir, veðurfræði og aðrir slíkir smámunir eru algjört aukaatriði í þeim ævintýraheimi. Myndin er laus við allt sem heitir ofbeldi, sem gerist harla fátítt, jafnvel í fjölskyldumyndum. Á hinn bóginn útskýrir hún á sinn einfalda hátt þau sterku og bætandi bönd sem myndast á milli mannsins og besta vinar hans. ***½
ICE PRINCESS (Sjónvarpið kl. 20.10) Upprennandi ungstirnið Trachtenberg stendur sig ágætlega í aðalhlutverkinu í þessari meðalgóðu, fínpússuðu Disney-mynd, sem er kannski ekkert annað en dæmigerð prinsessusaga þegar allt kemur til alls.

ICE PRINCESS

(Sjónvarpið kl. 20.10)

Upprennandi ungstirnið Trachtenberg stendur sig ágætlega í aðalhlutverkinu í þessari meðalgóðu, fínpússuðu Disney-mynd, sem er kannski ekkert annað en dæmigerð prinsessusaga þegar allt kemur til alls. **½

GODS AND GENERALS

(Sjónvarpið kl. 21.50)

Þrátt fyrir hartnær fjögurra klukkustunda ógnarlengd (samtals) er aðdraganda Þrælastríðsins lýst á ótrúlega yfirborðskenndan og takmarkaðan hátt. Mestur tíminn fer í bænahald, siðaprédikanir, einræður við Guð allsherjar og uppstilltar bardagasenur. Blökkumennirnir sem styrjöldin dregur nafn sitt af koma lítið við sögu. *½

THE SKELETON KEY

(Stöð 2 kl. 22.25)

Virkar líkt og samsuða upp úr The Innocents eftir Henry James (og Clayton kvikmyndaði með ógleymanlegum árangri) og Suðurríkjagaldrahrolli, sem gæti verið besta mál en niðurstaðan minnir á mislukkað gúmbóstú á kreólskum matsölustað. Hráefnin freistandi, ilmurinn góður en bragðið er ófullnægjandi og eftirkeimurinn lítill. ***

FANTASTIC VOYAGE

(Stöð 2 Bíó kl. 18.10)

Hálfsígild vísindaskáldsöguleg spennumynd um óvenjulegan leiðangur nokkurra vísindamanna inn í mannslíkamann. Tilgangurinn að bjarga lífi viðkomandi. Læknaflokkurinn er minnkaður uns hann kemst fyrir í einum dropa. Þótti afrek í afþreyingarmyndagerð á sínum tíma og nú vilja Emmerich-bræður endurgera verkið. ****

RADIOLAND MURDERS

(Stöð 2 Bíó kl. 22.00)

Undarlega skemmtilegur skellur sem brást bogalistin við miðasöluna þótt talsvert væri í hana borið og arkitektinn enginn annar en George Lucas. Hvað sem öðru líður þá er leikhópurinn í þessari vönduðu búningamynd um mislukkaða opnun útvarpsstöðva á fjórða áratugnum einkar forvitnilegur. **½

Sæbjörn Valdimarsson