Mótmælt Frá mótmælum í Wakefield, Masschusetts, í Bandaríkjunum 29. október 1967.
Mótmælt Frá mótmælum í Wakefield, Masschusetts, í Bandaríkjunum 29. október 1967. — Ljósmynd/© Bettmann/CORBIS
Vegna þess að við hömumst innan gömlu markanna, eins og ung stelpa sem segir skilið við kirkjuna, en óttast foreldra sína. Vegna þess að okkur dreymir öll um að bjarga vísundinum með stríðhærðan, klepraðan feldinn og skýla hjörðinni með líkömum okkar.

Vegna þess að við hömumst

innan gömlu markanna,

eins og ung stelpa sem segir skilið við kirkjuna,

en óttast foreldra sína.

Vegna þess að okkur dreymir öll um að bjarga

vísundinum með stríðhærðan, klepraðan feldinn

og skýla hjörðinni með líkömum okkar.

Vegna þess að sorgin sameinar okkur,

eins og elgi með samanlæst horn

sem deyja á hnjánum í pörum.

William Matthews

Guðni Elísson þýddi.

William Matthews (1942-1997) er eitt af þekktari ljóðskáldum Bandaríkjanna á seinni helmingi síðustu aldar. Hann hlaut ýmiss konar viðurkenningu fyrir ljóðlist sína, m.a. National Book Critics Circle Award árið 1995. Ljóðið birtist fyrst í bókinni Ruining the New Road (1970).