<h4>Á þvottastöð</h4>NÚ þegar sólin fer að skína ögn meira þá kemur ýmislegt betur í ljós, og ekki að ástæðulausu að fólk talar um vorhreingerningu. En hér eru tveir ökumenn við bílaþvottastöð að gera hreint.

Á þvottastöð

NÚ þegar sólin fer að skína ögn meira þá kemur ýmislegt betur í ljós, og ekki að ástæðulausu að fólk talar um vorhreingerningu. En hér eru tveir ökumenn við bílaþvottastöð að gera hreint. — Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gamlar ljósmyndir Ég er með gamlar ljósmyndir og langar að athuga hvort einhver þekkir fólkið sem er á þessum ljósmyndum? Ég er með fleiri myndir sem vantar nöfn á en síminn er: 865-1323 og netfang: eyrbekk@media.

Gamlar ljósmyndir

Ég er með gamlar ljósmyndir og langar að athuga hvort einhver þekkir fólkið sem er á þessum ljósmyndum? Ég er með fleiri myndir sem vantar nöfn á en síminn er: 865-1323 og netfang: eyrbekk@media.is

Jón

Laugarneskirkja

ÉG var svo heppin fyrir nokkrum árum að fara með syni mínum til kyrrðarstundar í hádeginu í Laugarneskirkju í Reykjavík. Mig langar að þakka fyrir þessar stundir, þann kærleika og hlýju sem þar ríkir. Þangað kemur fólk sem þráir Guðs orð. Eins er umhyggja séra Bjarna Karlssonar einstök og nefni ég líka Þorkel Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóra kirkjunnar, og yndislegu konurnar í safnaðarheimilinu sem hafa til góðan og vel lagaðan mat að lokinni stund.

Hildur Hilmarsdóttir

Varðandi mótmæli vörubílstjóra

Mig langar að lýsa óánægju minni varðandi mótmæli vörubílstjóra því mér finnst þau ekki vera réttlát.

Nú búum við við það ástand að eldsneyti fer hækkandi í heiminum og hérna verður engin undantekning. Fyrir utan það vil ég benda á að viðhald á þjóðvegunum er afar kostaðarsamt, sérlega vegna umferðar vörubíla.

Hvernig væri að leggja af landflutninga og taka upp sjóflutninga? Þó svo að eldsneyti yrði ennþá inni í dæminu væri kostnaður minni við viðhaldið á þjóðvegunum og umferðin yrði einnig greiðari fyrir almenna bílstjóra.

Ásgeir Leifsson

Tommi er týndur

Tommi hvarf frá heimili sínu í Árbæ. Hann er grár og hvítur högni með merkta hálsól og eyrnamerktur (06G178). Hans er afar sárt saknað og ef einhver hefur upplýsingar um hann er hann vinsamlegast beðinn að hringja í Kristínu í síma 867-6790.

Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is