Svo fallegur GT-menn hafa hingað til ekki viljað rispa hina fallegu bíla.
Svo fallegur GT-menn hafa hingað til ekki viljað rispa hina fallegu bíla.
Gran Turismo er ein vinsælasta leikjasería í heimi en leikjunum hefur alla tíð fylgt sá galli að bílarnir í leiknum skemmast ekkert þó svo að þeim sé ekið á vegg á 150 kílómetra hraða.

Gran Turismo er ein vinsælasta leikjasería í heimi en leikjunum hefur alla tíð fylgt sá galli að bílarnir í leiknum skemmast ekkert þó svo að þeim sé ekið á vegg á 150 kílómetra hraða. Þetta ofureðli bílanna hefur lengi angrað aðdáendur leikjanna en nú virðist sem Polyphony Digital, framleiðandi leiksins, hafi loksins ákveðið að láta undan óskum leikmanna og leyfa þeim að eyðileggja glæsikerrurnar sínar. Kazunori Yamauchi, forstjóri Polyphony, sagði í viðtali við IGN.com á fimmtudaginn að menn á þeim bænum gætu vel hugsað sér að bæta inn þeim möguleika að bílarnir geti rispast, beyglast eða skemmst.

„Kannski getum við bætt úr þessu í haust,“ sagði Yamauchi og bætti því við að þessi breyting yrði þá í formi uppfærslu sem leikmenn þyrftu að hlaða niður.

Hann sagði ekki hvort leikmenn þyrftu að greiða sérstaklega fyrir skemmdirnar en ljóst er að margir bíða spenntir eftir þessu. vij