Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir að öryggissveitir muni stöðva handtökur á liðsmönnum Mehdi-hers sjítaklerksins Moqtada al-Sadr, leggi þeir niður vopn sín.

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir að öryggissveitir muni stöðva handtökur á liðsmönnum Mehdi-hers sjítaklerksins Moqtada al-Sadr, leggi þeir niður vopn sín. Í yfirlýsingu segir Maliki að hann muni veita öllum þeim sem tóku þátt í bardögunum í Basra í lok síðasta mánaðar sakaruppgjöf, skili þeir vopnum sínum til yfirvalda.

Maliki hótaði því fyrr í vikunni að hefja aðgerðir gegn vígum liðsmanna Mehdi-hersins í Bagdad. Al-Sadr hefur áður sagt liðsmönnum að hunsa boð Malikis. aí