„Það er áhyggjuefni að ofbeldið virðist vera að aukast á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega í miðborginni,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Mér finnst ekki spurning að við eigum að auka löggæslu.

„Það er áhyggjuefni að ofbeldið virðist vera að aukast á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega í miðborginni,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.

„Mér finnst ekki spurning að við eigum að auka löggæslu. Löggæslumyndavélar virðast hafa skilað árangri og sýnileiki lögreglunnar hefur ákveðið forvarnargildi. Auk þess veitir það borgurum öryggiskennd að sjá lögregluþjóna á labbi um bæinn,“ segir Jórunn.

Hún segir erfitt þegar uppsveifla er í atvinnulífinu að fá fólk til starfa í stéttum þar sem unnið er á vöktum og álagið mikið, eins og raunin sé í löggæslu. „En atvinnuástandið er að breytast, svo að vonandi verður auðveldara að fá fólk í þessi störf.“ hos