Benedikt Hermann Hermannsson
Benedikt Hermann Hermannsson
BENNI Hemm Hemm og Ungfónía ætla að halda sameiginlega tónleika í Iðnó fimmtudaginn 19. júní næstkomandi. Tónleikarnir koma til vegna samstarfs hljómsveitanna í tengslum við Þjóðlagahátíð sem haldin verður á Siglufirði í júlí.
BENNI Hemm Hemm og Ungfónía ætla að halda sameiginlega tónleika í Iðnó fimmtudaginn 19. júní næstkomandi. Tónleikarnir koma til vegna samstarfs hljómsveitanna í tengslum við Þjóðlagahátíð sem haldin verður á Siglufirði í júlí. Um tvenna tónleika verður að ræða, sitjandi og standandi, en á þeim síðarnefndu verður stuðið keyrt upp. Miðaverð á fyrri tónleikana er 3.000 kr. en 2.000 kr. á þá seinni. Miðasala hefst á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT hinn 9. apríl.