„Það er ómögulegt að vera mikið svekktari en ég er nú og ég verð einhverja stund að sætta mig við þessi úrslit,“ segir Guðmundur Stephensen borðtenniskappi, en eftir frábæra byrjun á sterku úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana sem haldið var í...

„Það er ómögulegt að vera mikið svekktari en ég er nú og ég verð einhverja stund að sætta mig við þessi úrslit,“ segir Guðmundur Stephensen borðtenniskappi, en eftir frábæra byrjun á sterku úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana sem haldið var í Frakklandi féllu önnur úrslit á þann veg að Guðmundur féll úr keppni á einni lotu. Hefði hann komist áfram úr sínum riðli eins og vonir stóðu til eftir fyrsta daginn þegar Guðmundur var efstur hefðu tveir sigrar til viðbótar tryggt honum farseðil til Kína í ágúst.

Guðmundur á þó enn einn möguleika á öðru úrtökumóti sem fram fer í maí og er ennþá hæfilega bjartsýnn á að vera með þeim Íslendingum sem til Kína fara í ágúst. „Ég verð þó að viðurkenna að ég ætlaði að tryggja mig í þessari keppni og hef því ekki kynnt mér þá síðustu til hlítar. En ég er í fantaformi núna og tel möguleikana enn til staðar þótt sætunum á leikana fari fækkandi.“