Greiningardeild Landsbankans spáir að verðbólga fari hæst í ríflega 10% í sumar, að því gefnu að krónan styrkist eitthvað á ný. Haldist hún áfram veik geti verðbólgan farið í 13%. Það yrði mesta verðbólga í 18 ár.

Greiningardeild Landsbankans spáir að verðbólga fari hæst í ríflega 10% í sumar, að því gefnu að krónan styrkist eitthvað á ný. Haldist hún áfram veik geti verðbólgan farið í 13%. Það yrði mesta verðbólga í 18 ár. Bankinn spáir því að verðbólga frá upphafi til loka þessa árs verði 8,4%, en 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans náist um mitt næsta ár. Í kjölfarið geti þó verðbólga hækkað tímabundið á ný. mbl.is