BJÖRGUNARSVEITIR frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu komu karli og konu til bjargar í Esjunni í gær, en göngufólkið hafði komist í sjálfheldu á hinni hefðbundnu gönguleið í Þverfellshorni.

BJÖRGUNARSVEITIR frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu komu karli og konu til bjargar í Esjunni í gær, en göngufólkið hafði komist í sjálfheldu á hinni hefðbundnu gönguleið í Þverfellshorni. Fólkinu tókst að hringja eftir hjálp þegar það lenti í vandræðum vegna óviðráðanlegra aðstæðna á fjallinu og hélt kyrru fyrir í tvær klukkustundir áður en hjálpin barst.

Kuldi sótti nokkuð að fólkinu á meðan það beið en ekkert amaði að því þegar hjálpin barst.