[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Mjög stórt og flókið í nefi þar sem helst má finna sedrusvið, tóbak, trufflur, skógarbotn, bláber og brómber svo eitthvað sé nefnt. Gífurlega ríkt í munni með þroskuðum ávöxtum, skógarberjasultu og þurrkuðum kryddjurtum.

Mjög stórt og flókið í nefi þar sem helst má finna sedrusvið, tóbak, trufflur, skógarbotn, bláber og brómber svo eitthvað sé nefnt. Gífurlega ríkt í munni með þroskuðum ávöxtum, skógarberjasultu og þurrkuðum kryddjurtum. Tignarleg tannín skapa mýkt í munni og áhrifamikill þéttleiki er í fullkomnu jafnvægi við sýru sem gefur heillangan endi.

Algjört matarvín sem gengur vel með öllum þungum kjötréttum, sérstaklega villibráð og þungum ostum. Tilbúið til neyslu strax en best að geyma í 16-18 ár.

Bodegas Valduero er meðal yngri húsanna í vínheiminum til að hafa skapað sér svo stórt nafn fyrir áreiðanlega framleiðslu á eðalvínum. Stofnað árið 1984 í þorpinu Gumiel de Marcado (í Ribera del Duero-héraðinu) og rekið af Garcia Viadero-fjölskyldunni sem hefur gert nafn hússins að samasemmerki fyrir stöðugleika og gæði. Öll vínræktin fer fram í 850 metra hæð yfir sjávarmáli og er byggð einungis á Tinto Fino-þrúgunni sem er einnig þekkt. Eftir margra ára reynslu hafa vínframleiðendur Valduero komist að þeirri niðurstöðu að Tinto Fino dafnar best í bandarískri eik og þar af leiðandi fer öll þroskun fram í henni, ýmist nýrri eða gamalli.

Valduero Reserva er geymt í 20 mánuði á eik og 16 mánuði í flösku fyrir sölu.

Þrúga: Tempranillo. Land: Spánn. Hérað: Ribera del Duero. 2.720 kr.