LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA kynnti á fundi Landssambands kúabænda niðurfellingu tolls á kjarnfóðurblöndu frá Evrópusambandinu. Tollurinn, sem nemur 3,90 kr. fyrir hvert kílógramm, verður felldur niður tímabundið, til næstu áramóta.

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA kynnti á fundi Landssambands kúabænda niðurfellingu tolls á kjarnfóðurblöndu frá Evrópusambandinu.

Tollurinn, sem nemur 3,90 kr. fyrir hvert kílógramm, verður felldur niður tímabundið, til næstu áramóta.

Baldur Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir muna um þessa lækkun, þó að verðhækkanir á fóðri dragi úr jákvæðum áhrifum tollalækkunarinnar: Verð á blöndunni er nú um 55 kr. fyrir hvert kíló en var um 30 kr. fyrir tveimur árum, að sögn Baldurs, en meðalstórt kúabú kaupir í dag kjarnfóðurblöndu fyrir 2-3 milljónir á ári.

Baldur segir lækkuninni m.a. ætlað að liðka fyrir viðræðum við EES um niðurfellingar tolla á íslenskri landbúnaðarvöru.