Margir rækta basil í eldhúsglugganum enda getur verið gott að grípa til þess við matseldina. Það er gott bæði ferskt og þurrkað þó með ólíkum hætti sé.
Margir rækta basil í eldhúsglugganum enda getur verið gott að grípa til þess við matseldina. Það er gott bæði ferskt og þurrkað þó með ólíkum hætti sé. Þurrkuð basilíka er gott krydd í alls kyns rétti, ekki síst rétti sem eiga rætur að rekja til sunnanverðrar álfunnar svo sem pasta- og tómatrétti. Fersk basilíkublöð henta vel í eggjahrærur, súpur og salöt svo fátt eitt sé nefnt. Ef menn eiga mikið af ferskri basilíku sem þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við er upplagt að nýta hana í góða pestósósu.