Viðurkenning Eiður Snorri með Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páli Árnasyni, aðalræðumanni fundarins.
Viðurkenning Eiður Snorri með Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páli Árnasyni, aðalræðumanni fundarins.
Á AÐALFUNDI Evrópusamtakanna á miðvikudag var kosin ný stjórn.

Á AÐALFUNDI Evrópusamtakanna á miðvikudag var kosin ný stjórn. Hana skipa: Andrés Pétursson skrifstofustjóri formaður, Guðmundur Hallgrímsson lyfjafræðingur varaformaður, Anna Kristinsdóttir MPA-nemi og stjórnmálafræðingur, Ingólfur Margeirsson blaðamaður, Jónas Jóhannsson tölvunarfræðingur, Björn Friðfinnsson, lögfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri.

Í varastjórn eru Gunnar Hólmsteinn Ársælsson stjórnmálafræðingur, Pétur Snæbjörnsson framkvæmdastjóri og Ari Skúlason hagfræðingur.

Aðalerindi fundarins ,,Evrópa og Ísland“ flutti Árni Páll Árnason þingmaður.

Á fundinum tók Eiður Snorri Bjarnason við viðurkenningu fyrir hönd afa síns Þorvaldar Gylfasonar prófessors. Þorvaldur var útnefndur „Evrópumaður ársins 2006“ af Evrópusamtökunum en aldrei hafði gefist tækifæri til að afhenda honum viðurkenninguna formlega. Þar sem Þorvaldur var staddur í Botsvana tók sonarsonur hans, Eiður Snorri, við viðurkenningunni. Eiður Snorri er 5 ára en er mikill alþjóðasinni og hefur einkum áhuga á málefnum Afríku, segir í frétt frá Evrópusamtökunum.