Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, varar við því að viðskiptaumhverfi Íslands geti tekið hraðari breytingum en reiknað hafi verið með og við því þurfi að bregðast.

Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, varar við því að viðskiptaumhverfi Íslands geti tekið hraðari breytingum en reiknað hafi verið með og við því þurfi að bregðast. Þetta sagði ráðherrann á aðalfundi Landssambands kúabænda í gær. Tilefnið var fregnir þess efnis að Svisslendingar hefðu samþykkt að taka upp viðræður við Evrópusambandið um afnám tolla á landbúnaðarvörur. „Við verðum að vera vakandi fyrir breytingum sem þessum. Það er mjög mikilvægt að við bíðum ekki eftir því hugsunarlaust að alþjóðasamningar þvingi okkur óundirbúið til aðgerða.“ Spurður hvort hann boðaði frekari tollalækkanir með orðum sínum neitaði Einar því eindregið. „Það kemur ekki til greina að sinni.“ fr