„Þetta eru stórkostlegar lagasmíðar og þvílíkur söngvari! Mér hefur alltaf fundist Freddy [Mercury] góður, en hann er miklu betri en ég hélt,“ segir Magni Ásgeirsson.

„Þetta eru stórkostlegar lagasmíðar og þvílíkur söngvari! Mér hefur alltaf fundist Freddy [Mercury] góður, en hann er miklu betri en ég hélt,“ segir Magni Ásgeirsson.

Æfingar fyrir Queen-söngskemmtun Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands eru komnar á fullt, en eins og kom fram í 24 stundum bregður Magni sér í hlutverk Freddys Mercurys. Söngskemmtunin verður haldin á Selfossi í maí.

Spurður hvernig það er að bregða sér í hlutverk Freddys segir Magni það hægara sagt en gert. „Söngurinn er hrikalega hátt uppi,“ segir hann. „Þetta eru mest krefjandi tónleikar sem hægt er að taka sér fyrir hendur.“

Magni er ekki ennþá byrjaður að safna mottunni sem hann sagðist í viðtali við 24 stundir fyrir nokkrum vikum ætla að safna. „Það er meira en mánuður í tónleikana, ég ætla ekki að fara að ganga um með mottu allan daginn. Ég þarf að koma fram annars staðar líka,“ segir Magni og hlær. „Ég næ aldrei jafn vígalegri mottu og Freddy, hann masteraði mottuna. Ég ætla að reyna, en ég held að ég sé ekki með nógu mikinn skeggvöxt.“

atli@24stundir.is