Hádegisverðarstaðurinn Nítjánda hefur verið opnaður á 19. hæð Turnsins í Kópavogi og innan skamms verður opnuð veisluþjónusta einni hæð ofar. Byggingin er sú hæsta á landinu og því leitun að veitingastað sem býður upp á betra útsýni.
Hádegisverðarstaðurinn Nítjánda hefur verið opnaður á 19. hæð Turnsins í Kópavogi og innan skamms verður opnuð veisluþjónusta einni hæð ofar. Byggingin er sú hæsta á landinu og því leitun að veitingastað sem býður upp á betra útsýni. Yfirmatreiðslumaður í Veisluturninum er landsliðskokkurinn Sigurður Gíslason sem áður starfaði á Vox.