Það fór hreinlega um mig hrollur þegar ég heyrði borgarstjórann okkar lýsa því yfir í kvöldfréttum í kvöld að „miðborgin væri beinlínis hættuleg“. Eru því engin takmörk sett hvað tveir borgarstjórar - Ólafur F. og Vilhjálmur Þ.

Það fór hreinlega um mig hrollur þegar ég heyrði borgarstjórann okkar lýsa því yfir í kvöldfréttum í kvöld að „miðborgin væri beinlínis hættuleg“. Eru því engin takmörk sett hvað tveir borgarstjórar - Ólafur F. og Vilhjálmur Þ. - geta fengið af sér að tala miðborgina okkar mikið niður í dómsdagsstíl? Er þetta það sem verslunareigendur þurfa núna á að halda? Að borgarbúar þori ekki niður í bæ? Er þetta rétta leiðin til að snúa vörn í sókn?

Er það þetta sem fasteignaeigendur í 101 þurfa á að halda?

Oddný Sturludóttir

oddny.eyjan.is