— Morgunblaðið/Kristinn
UPPSELT er á sýninguna Verk og vit sem verður haldin dagana 17.-20. apríl nk. í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Verk og vit er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð en þetta verður í annað skipti sem sýningin er haldin.

UPPSELT er á sýninguna Verk og vit sem verður haldin dagana 17.-20. apríl nk. í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Verk og vit er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð en þetta verður í annað skipti sem sýningin er haldin. Um 100 sýnendur taka þátt í Verki og viti 2008 og nú stefnir í að sýningin verði sú veglegasta sem haldin hefur verið á þessu sviði hér á landi, segir í tilkynningu.

Sýningin verður afar fjölbreytt og koma sýnendur af fjölmörgum sviðum atvinnulífsins. Sem dæmi um þátttakendur má nefna byggingarverktaka, verkfræðistofur, tæknifyrirtæki, tækjaleigur, fjármálafyrirtæki, orkufyrirtæki, skóla, ráðagjafarfyrirtæki og sveitarfélög. Þá fjölgar jafnframt erlendum sýnendum frá Verki og viti 2006.