Í kvöld á að „heiðra“ minningu Villa Vill söngvara enn eina ferðina með því að syngja hann í kaf. Það fær náttúrlega ekkert að heyrast í Villa sjálfum. Það væri of smekklegt. Það verður sungið yfir hans lög.

Í kvöld á að „heiðra“ minningu Villa Vill söngvara enn eina ferðina með því að syngja hann í kaf. Það fær náttúrlega ekkert að heyrast í Villa sjálfum. Það væri of smekklegt. Það verður sungið yfir hans lög. Þetta er svona eins og að heiðra listmálara með því að mála yfir myndirnar hans. Ef tilgangurinn er virkilega að heiðra minningu Villa en ekki að græða seðla á vinsældum hans þá væri bara haldin kvöldvaka þar sem lög Villa væru spiluð í HANS flutningi og myndum af honum varpað upp á tjald af hans ferli. En meinið er að þá væri ekki hægt að selja miðann á 4.900 kr. eins og nú er gert. Þetta er nefnilega gróðadæmi en ekki „heiðrun“. Hræsni í sinni ömurlegustu mynd. Hvers konar fólk borgar sig inn á svona vibba? Svo verður þetta endurvinnsludjönk líklega gefið út á plötu til að græða ennþá meira og spilað í tætlur af smekkleysingjum útvarpsstöðvanna og ennþá smekklausari vitleysingar kaupa þetta. Og eftir situr Villi Vill með sárt ennið, nú eða Haukur Morthens eða Ellý, nú eða hver sem í hlut á, og heyrast ekki meir í útvarpinu nema á tyllidögum. Það er nefnilega búið að „heiðra“ þau í kaf.

Það er ekki verið að heiðra minningu þessara söngvara heldur míga á leiði þeirra og nýta sér frægð þeirra í sérgróðaskyni. Þetta er líkrán og grafarspræn. Það er nefnilega gríðarleg eftirspurn eftir eftirhermudrullumeiki á Íslandi. Dapurt.