Á FUNDI stjórnar Bifreiðastjórafélagsins Frama á fimmtudag var þeirri miklu álagningu sem er á eldsneyti í dag harðlega mótmælt.
Á FUNDI stjórnar Bifreiðastjórafélagsins Frama á fimmtudag var þeirri miklu álagningu sem er á eldsneyti í dag harðlega mótmælt. Leigubifreiðastjórar hafa ekki hækkað ökutaxta sinn eins mikið og þyrfti til þess að mæta hækkun á eldsneyti og öðrum auknum álögum sem orðið hafa. Þessum hækkunum ásamt fleiri hækkunum sem hafa orðið á rekstri leigubifreiða hafa þeir orðið að taka á sig með lækkun launa sinna, segir í frétt frá Frama. Stjórnin skorar á stjórnvöld og forsvarsmenn olíufélaganna að lækka nú þegar verð á eldsneyti.