Hráefni: *2 kjúklingabringur *2 sneiðar beikon *1 msk. olía *1 tsk. hunang *1 tsk. sinnep *1 tsk. kjúklingakrydd *salt og pipar eftir smekk Sósa með kjúklingi (hráefni): *½ laukur, smátt saxaður *1 msk.

Hráefni:

*2 kjúklingabringur

*2 sneiðar beikon

*1 msk. olía

*1 tsk. hunang

*1 tsk. sinnep

*1 tsk. kjúklingakrydd

*salt og pipar eftir smekk

Sósa með kjúklingi (hráefni):

*½ laukur, smátt saxaður

*1 msk. olía

*½ paprika, smátt söxuð

*200 g sveppir, saxaðir í sneiðar

*1 dl vatn

*2 dl matreiðslurjómi

*1 tsk. kjúklingakraftur eða grænmetiskraftur

*2 hvítlauksrif, smátt söxuð

*1 tsk. blandað grænmetiskrydd (herbes de Provence)

*50 grömm rjómaostur

*pipar og salt eftir smekk

Aðferð:

Skerið þrjár rákir í hverja kjúklingabringu og setjið beikon þar ofan í. Léttsteikið bringurnar á pönnu við vægan hita í 2-3 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Hrærið sinnep og hunang saman og penslið bringurnar með því. Setjið bringurnar í ofnfast fat að lokinni steikingu og látið þær bakast í ofni í 20 mínútur við 180 gráður. Á meðan búið þið til sósuna.

Grænmetissósa með kjúklingabringum:

Léttsteikið lauk og grænmeti þar til laukurinn er mjúkur. Bætið þá tilheyrandi kryddum saman við, ásamt vatni og rjóma og látið sósuna sjóða við vægan hita í 7-10 mínútur, bætið þá rjómaosti saman við og þykkið jafnvel sósuna með maísmjöli.

Kúskús með grænmeti (hráefni):

*1 rauðlaukur, smátt saxaður

*½ paprika

*1 gulrót, skorin í þunnar sneiðar

*2 dl vatn

*1 tsk. jurtakraftur

*½ tsk. karrí

*½ tsk. paprika

*¼ tsk. hvítur pipar

*1 dl kúskús

Aðferð:

Léttsteikið lauk og grænmeti þar til laukurinn er mjúkur. Bætið þá vatni og kryddum saman við og sjóðið saman í nokkrar mínútur. Bætið kúskús saman við og takið pottinn af hellunni. Látið bíða í 10 mínútur og rétturinn er tilbúinn. Berið fram með kjúklingi og grænmetissósu.