Engin miskunn 50 Cent er harður í horn að taka og blóðtengsl skipta hann greinilega litlu máli.
Engin miskunn 50 Cent er harður í horn að taka og blóðtengsl skipta hann greinilega litlu máli. — Reuters
RAPPARINN 50 Cent hefur óskað eftir því að dómari úrskurði að 10 ára sonur hans og barnsmóðir skuli borin út úr húsi hans á Long Island í New York-fylki.
RAPPARINN 50 Cent hefur óskað eftir því að dómari úrskurði að 10 ára sonur hans og barnsmóðir skuli borin út úr húsi hans á Long Island í New York-fylki. Í febrúar á þessu ári hafði dómari úrskurðað að meðlag rapparans yrði lækkað úr 25 þúsund dölum í tæplega 7 þúsund dali á þeim forsendum að fundið yrði nýtt hús fyrir mæðginin. 50 Cent heldur því hins vegar fram núna að barnsmóðir hans Shaniqua Tompkins hafi aldrei reynt að leita að nýju húsi og á meðan greiði hann alla reikninga er lúta að húsinu. Talið er að lögmaður Tompkins muni færa rök fyrir því að ekki sé hægt að bera Tompkins og son þeirra út þar eð hún var aldrei leigjandi í húsinu. Þá muni 50 Cent hafa lofað henni húsinu þegar þau skildu að skiptum en skipt svo um skoðun á síðustu stundu.