Emil B. Karlsson
Emil B. Karlsson
„ÞAÐ virtist sem að þegar virðisaukaskatturinn var lækkaður og vörugjöld afnumin 1. mars á síðasta ári hafi fólk jafnvel farið að kaupa dýrari mat, því veltan jókst umfram verðlækkanirnar,“ segir Emil B.

„ÞAÐ virtist sem að þegar virðisaukaskatturinn var lækkaður og vörugjöld afnumin 1. mars á síðasta ári hafi fólk jafnvel farið að kaupa dýrari mat, því veltan jókst umfram verðlækkanirnar,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst. Hans mat er að haldi matvælaverð áfram að hækka séu líkur á að þær breytingar sem urðu á neyslumynstrinu í kjölfar lækkunarinnar á virðisaukaskattinum muni ganga til baka – neytendur kunni í auknum mæli að snúa sér að ódýrari matvælum.

Emil bendir á að nauðsynlegt sé að hafa í huga aðstæður á alþjóðlegum mörkuðum þegar gagnrýni er uppi á hendur matvöruverslunum. Svigrúm verslunarinnar til að taka á sig hækkanir sé þröngt. „Það er kannski einkum vegna nýrra kjarasamninga sem koma illa niður á versluninni, vegna þess að í verslunum eru láglaunastörf og það voru þær stéttir sem hækkuðu mest,“ segir Emil. Því fari fjarri að allir séu sammála um að matvælaverð kunni að hækka um 20-30%. Slíkar aðstæður geti orðið til þess að erlendar ofurlágvöruverðsverslanir hasli sér völl hérlendis. | Miðopna