Cesc Fabregas
Cesc Fabregas
CESE Fabregas, miðjumaður Arsenal, segir að það verði allt gert til að ná að knýja fram sigrum bæði í deildarleiknum gegn Liverpool í dag og leiknum á Anfield á þriðjudaginn kemur í Meistaradeild Evrópu.

CESE Fabregas, miðjumaður Arsenal, segir að það verði allt gert til að ná að knýja fram sigrum bæði í deildarleiknum gegn Liverpool í dag og leiknum á Anfield á þriðjudaginn kemur í Meistaradeild Evrópu. „Við ætlum okkur að vera áfram með í baráttunni í báðum keppnunum,“ sagðir Fabregas.

Robin van Persie getur ekki leikið með Arsenal í dag vegna meiðsla og þá er Emmanuel Adebayor meiddur á ökkla, en reiknað er með að hann verði með. Theo Walcott mun að öllum líkindum byrja leikinn gegn Liverpool, en hann gerði mikinn usla í vörn liðsins þegar hann kom inn á sem varamaður í Evrópuleiknum í vikunni, 1:1.

Rafael Benítez knattspyrnustjóri, sem er kunnur fyrir að gera miklar breytingar á liði Liverpool á milli leikja, segir að hann ætli sér að gera breytingar fyrir deildarleikinn til þess að hvíla leikmenn fyrir Evrópuleikinn. Það bendir allt til að hann hvíli Fernando Torres, Steven Gerrard og Dirk Kuyt og láti þá Peter Crouch og leika í fremstu víglínu Andriy Voronin leika í fremstu víglínu. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en í dag hvað Benítez gerir en hann leggur meiri áherslu á Evrópuleikinn.

Arsenal hefur ekki tapað síðustu 20 heimaleikjum sínum í deildinni og hefur unnið síðustu fjóra heimaleikina gegn Liverpool og skorað 12 mörk í þeim. Liverpool hefur aðeins unnið einn af sex deildarleikjum sínum á útivelli.