Er þetta ekki örugglega Hannes? spurði ég frúna og hún taldi að svo væri. Þessi bljúgi og hófstillti maður fyrir framan Sigmar, ítrekaði ég í forundran minni. Hannes virtist hafa gengið í gegnum söguleg efnahvörf.

Er þetta ekki örugglega Hannes? spurði ég frúna og hún taldi að svo væri. Þessi bljúgi og hófstillti maður fyrir framan Sigmar, ítrekaði ég í forundran minni. Hannes virtist hafa gengið í gegnum söguleg efnahvörf. Byltingu, liggur mér við að segja, af stærðargráðu Rússnesku byltingarinnar frá því fyrir 100 árum. Ekki bara viðurkenndi Hannes á sig mistök vegna Laxness-bókarinnar, sem hann ætlar að læra af og breyta eftir, heldur upplýsti hann að hann vilji raunverulega ekki troða illsakir við auðmanninn Jón Ólafsson.

Friðrik Þór Guðmundsson

lillo.blog.is