FRAM hefur fengið til reynslu enska knattspyrnumanninn Joe Tillen en hann er yngri bróðir Sams Tillens sem Framarar sömdu við fyrr í vetur.

FRAM hefur fengið til reynslu enska knattspyrnumanninn Joe Tillen en hann er yngri bróðir Sams Tillens sem Framarar sömdu við fyrr í vetur.

Joe Tillen er 21 árs gamall, vinstri bakvörður eða kantmaður, og hefur að undanförnu leikið með Thatcham Town í sjöttu efstu deild á Englandi. Hann er uppalinn hjá Chelsea og var síðan um skeið hjá Milton Keynes Dons í ensku 3. deildinni en náði aðeins að spila einn deildaleik með félaginu.