Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra, segir að fundur með samgönguráðherra í gær hafi verið gagnslaus.

Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra, segir að fundur með samgönguráðherra í gær hafi verið gagnslaus. Greint hafi verið frá því að unnið væri að úrlausn í sambandi við hvíldartíma bílstjóra en bílstjórar hafa mátt sæta sektum, allt að hálfri milljón, fyrir brot á lögum um hvíldartíma. Samgönguráðherra sagðist á fundinum ætla að mælast til þess að menn yrðu ekki sektaðir á meðan málið væri í vinnslu.

Um frekari mótmæli vörubílstjóra sagði Sturla að málin yrðu rædd um helgina og áætlanir gerðar um næstu skref.