Mættar á NASA Síðhærðar Reykjavíkurstúlkur fjölmenntu á tónleikana.
Mættar á NASA Síðhærðar Reykjavíkurstúlkur fjölmenntu á tónleikana.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ungmennráð UNICEF og nemendur nokkurra menntaskóla höfuðborgarsvæðisins stóðu fyrir styrktartónleikum í liðinni viku. Lilja Dögg Kvennómær var einn af skipuleggjendum.
Ungmennráð UNICEF og nemendur nokkurra menntaskóla höfuðborgarsvæðisins stóðu fyrir styrktartónleikum í liðinni viku. Lilja Dögg Kvennómær var einn af skipuleggjendum. „Tónleikarnir voru frábærir og hljómlistarfólk stóð sig með stakri prýði,“ segir hún, en þrátt fyrir það var ekki húsfyllir á NASA þar sem dagskráin fór fram. „Þetta er í fyrsta skipti, svo ég viti til, sem menntaskólar skipuleggja álíka viðburði í sameiningu eins og þessa styrktartónleika,“ segir Lilja Dögg sem aðhefst ýmislegt á hinum ólíkustu vígstöðvum.